Búið er að opna fyrir sumarleigu á orlofshúsum STÍS fyrir sumarið 2017
Athugið að ekki er úthlutað heldur gildir fyrirkomulagið fyrstur kemur fyrstur fær.
Ganga þarf frá greiðslu sem fyrst eftir bókun og ekki er hægt að gera ráð fyrir því að bókun haldist inni ógreidd nema að hámarki í sólarhring.
Vikuleiga fyrir hús 1, 4 og 5 í Brekku kostar 18.000 kr. og fyrir Hús 2, 3 og Jötnagarða er verðið 16.000 kr. Tímabilið hefst 9. júní og lýkur 25. ágúst.
Orlofshúsanefnd STÍS
Nú er búið að opna fyrir umsóknir um orlofshús STÍS fyrir páskaúthlutun 2017 og er hægt að sækja um á orlofsvefnum.
Úthlutuð er eftir punktakerfi einsog undanfarin ár. Leigutímabilið er 12 - 19. apríl og verð fyrir hús 1, 4 og 5 er 18.000 kr fyrir vikuna og 16.000 kr fyrir hús 2, 3 og Jötnagarða. Opið er fyrir umsóknir til 12. mars.
Vegna mikilla frosta undanfarið fraus í tengiboxi Orkuveitu Reykjavíkur við orlofshús okkar í Jötnagörðum. Þetta orsakaði að það fór allur hiti af húsinu og fraus lögnum sem gáfu sig og olli það töluverðu tjóni á húsinu sem tryggingafélag okkar er að meta þessa daganna. Húsið verður af þessum sökum ekki í notkun fyrr en viðgerð hefur farið fram.
Nú er búið að skipta um gólfefni og eldhúsinnréttingu í orlofshúsi okkar í Jötnagörðum. Einnig var settur upp stofuskápur í kringum sjónvarpið og á næstunni verður skipt um sófa í stofunni og dýna í hjónarúmi verður endurnýjuð. Eftir breytingarnar er mun rýmra í eldhúsinu og eykst vinnurými og skápapláss mikið. Hér fyrir neðan eru myndir af nýju eldhúsinnréttingunni og stofuskápnum.
https://stis.is/index.php/blog-with-right-sidebar#sigFreeIdd86f15ca76
Nú er hægt að ganga frá greiðslu á orlofsvefnum hvort sem er með debet- eða kreditkorti.
Til að greiða með debetkorti er smellt á flipann "Debetkort" á greiðslusíðunni sem birtist í síðasta skrefi þegar bókað er og þar valin tegund korts síðan er slegin inn kennitala korthafa, tékkaábyrgðarnúmer og gildistími kortsins.
Eftir páska verður farið í framkvæmdir í Jötnagörðum. Meðal þess sem verður gert er að eldhúsinnréttingu verður skipt út, skápur settur upp við sjónvarp sjónvarp, sófi og hjónarúm endurnýjað og skipt verður um parket. Af þessum sökum verður bústaðurinn ekki í leigu 9 - 23. apríl. Það er von okkar þessar breytingar eigi eftir að gera dvöl félagsmann í húsinu ánægjulegri.
https://stis.is/index.php/blog-with-right-sidebar#sigFreeIdd248bdb0c9